Dunlop Stígvél

Mikilvægt er að huga að öryggi, vellíðan og heilbrigði starfsmanna sinna.

Við framleiðslu á Dunlop stígvélum fyrir matvælaiðnað og sjávarútveg, er unnið eftir nýjustu öryggisstöðlum hverju sinni. Stígvélin uppfylla kröfur á sviði hreinlætis og öryggis. Lögun, efni og form er sérstaklega hannað með notagildi fyrir mismunandi aðstæður.

Flestir notendur Dunlop stígvéla starfa allan daginn í stígvélunum. Þess vegna er stefna Dunlop að framleiða stígvél sem veita góðan stuðning, eru þægileg, laga sig vel að fætinum og eru hlý án þess að fætur svitni.

Viðeigandi þrif og litaval í fatnaði kemur í veg fyrir krossmengun.

Dunlop Purofort Thermo+Full Safety (C662343)
Dunlop Purofort Thermo+Full Safety (C662343)
Dunlop Purofort Thermo + Full Safety (E662673)
Dunlop Purofort Thermo + Full Safety (E662673)
Dunlop Purofort Professional Full Safety (C462933)
Dunlop Purofort Professional Full Safety (C462933)
Dunlop Purofort Professional (D460933)
Dunlop Purofort Professional (D460933)
Dunlop Pricemastor (380VP)
Dunlop Pricemastor (380VP)
Dunlop FoodPro Purofort Multigrip (DA60131)
Dunlop FoodPro Purofort Multigrip (DA60131)
Dunlop Acifort Heavy Duty Full Safety (A442031)
Dunlop Acifort Heavy Duty Full Safety (A442031)
Dunlop Acifort Classic+ (B180331)
Dunlop Acifort Classic+ (B180331)
Kröfur sem Dunlop stígvél uppfylla:
  1. Að þau séu stöm. Mikilvægast er að stígvélin veiti góða vörn og öryggi. Þau verða að vera stöm til að koma í veg fyrir að starfsmaður renni til eða detti. Talið er að 25% slysa í matvælaframleiðslu megi rekja til þess að starfsmenn hafa runnið til eða dottið í starfi. Því getur góður stuðningur verið mikilvægur til að minnka slysahættu.
  2. Að þau séu létt. Starfsmaður gengur að meðaltali um 10.000 skref á dag og því skiptir hvert gramm máli til að lágmarka álag og þreytu.
  3. Að þau séu vel einangruð. Mikilvægt er að stígvélin haldist þurr. Með réttri einangrun eru fætur þurrir og notalega heitir á löngum vinnudegi.
  4. Að þau séu endingargóð. Stígvélin eru sterk þannig að eiginleikar þeirra, viðnám og þéttleiki haldast lengi þrátt fyrir mikla notkun.
Dunlop stígvélin eru gerð úr:

PVC: Er fjölhæft og sveigjanlegt efni. Acifort stígvélin eru innan PVC línunnar.

Polyurethane (PU): PU froðan er efni sem gerir stígvélin mun léttari, endingarbetri og með mun betri einangrunareiginleika en áður hefur tíðkast. Dunlop þróaði Purofort stígvélin á einstakan máta þar sem hráefninu er blandað saman og sprautað með miklum þrýstingi inn í stígvélin (High-pressure). Þannig fæst jafnari dreifing á PU froðunni. Því minni og líkari að stærð sem PU loftkúlurnar eru, þeim mun jafnara er yfirborðið á stígvélunum. PU-froðan veitir einnig betri mótstöðu gegn mengun og bakteríum.

STÖM
MÁTUN
PU FROÐAN