Grundens

Grundens

Saga Grundens hófst árið 1911 í Grundsund í Svíþjóð þar sem Carl A. Grunden sjómannssonur, byrjaði að hanna og framleiða sjófatnað. Það eru því meira en 100 ár síðan framleiðsla sjófatnaðar hófst í þessu litla þorpi á vesturstönd Svíþjóðar. Í framleiðslunni er það haft að leiðarljósi, að bjóða hágæða vöru sem veitir bestu fáanlegu vörn í hlífðarfatnaði fyrir sjómenn.

Þökk sé mikilli reynslu og sérþekkingu í hönnun og framleiðslu á hlífðarfatnaði, státar Grundens sig af því að vera leiðandi fyrirtæki í sjó- og vinnslufatnaði sem býður ekki einungis upp á hágæða vöru, heldur einnig hagkvæmar lausnir til að koma til móts við þarfir iðnaðarins.

Verksmiðja Grundens í Portúgal er ISO 90001 vottuð, sem er alþjóða gæðastaðall fyrir þróun, framleiðslu, innleiðingu og þjónustu.

HDX er PVC efni sem er ýmist fóðrað með pólýester eða bómull. HDX efnið hefur langan líftíma og hentar því sérlega vel þegar unnið er við erfiðar aðstæður. Efnið er framleitt í mismunandi styrkleikum og þyngd svo það henti ólíkum aðstæðum.

LDU er efni sem er unnið úr PU (polyurethane). Efnið er sérlega lipurt og sterkt en er jafnframt mun léttara en HDX efnið.

LDU01: PU með polymide jersey fóðri. Þyngd alls: 170 g/m2

Sjófatnaður

BRIGG

BRIGG sjófatnaðurinn er hannaður úr sérstaklega meðhöndluðu PVC efni sem hrindir frá sér olíum. Hann veitir 100% vatns- og vindvörn en er sveigjanlegur í köldum veðrum og þolir vel núning. BRIGG fatnaðurinn er fóðraður með bómull og er með PU styrkingu á ermabrúnum.

Hann hentar vel í allar fiskveiðar, landbúnað og annars konar iðnað.

Sjóstakkur Með Neoprene Stroffi (G10001)
Sjóstakkur Með Neoprene Stroffi (G10001)
HUSÖ/CLIPPER SMEKKBUXUR (G10009)
HUSÖ/CLIPPER SMEKKBUXUR (G10009)
Herkules Smekkbuxur (G10005)
Herkules Smekkbuxur (G10005)
HALSÖ STAKKUR MEÐ NEOPRENE STROFFI (G10006)
HALSÖ STAKKUR MEÐ NEOPRENE STROFFI (G10006)
BRIGG SJÓSTAKKUR (G10002)
BRIGG SJÓSTAKKUR (G10002)
Brigg Sjójakki Með Neoprene Stroffi (G10004)
Brigg Sjójakki Með Neoprene Stroffi (G10004)
Brigg Sjójakki (G10003)
Brigg Sjójakki (G10003)
BRIGG ERMAHLÍFAR (G10010) OG BRIGG ERMAHLÍFAR MEÐ NEOPRENE STROFFI (G10011)
BRIGG ERMAHLÍFAR (G10010) OG BRIGG ERMAHLÍFAR MEÐ NEOPRENE STROFFI (G10011)

Annað

Vinnslufatnaður

PETRUS

PETRUS vinnslufatnaðurinn er gerður úr polyurethane (PU) sem gerir hann sérstaklega léttan og lipran. Efnið hrindir frá sér fiskiolíu og annarri fitu.

PETRUS hentar vel í fisk- og kjötvinnslur og í annars konar iðnað.

BRIS & NORDAN

SKANDIA